Stella Artois

Sébastien Artois hét maður og var uppi í Belgíu á fyrri hluta 18. aldar.

Artois var sannkallaður meistarabruggari og stofnaði hann Brouwerij Artois (Brugghús Artois) árið 1717 í belgísku borginni Leuven. Það var þó ekki fyrr en löngu eftir hans dag, eða árið 1926, að brugghúsið, sem enn bar nafn hins merka bruggmeistara, hóf að framleiða sérstakan hátíðabjór fyrir jólamánuðinn, bjórinn sem við þekkjum í dag. Brugghúsið nefndi þennan jólabjór eftir sjálfri jólastjörnunni annars vegar og Sébastien Artois hins vegar. Og þar sem orðið “stjarna” er “stella” á latínu varð úr að bjórinn fékk nafnið Stella Artois. Upphaflega var bjórinn eingöngu seldur í kringum jólahátíðina, en sælkerar sóttu svo stíft í bjórinn að fljótlega var brugghúsinu ekki stætt á öðru en að bjóða hann allan ársins hring. Hefðin að baki Stella Artois stendur líka á býsna gömlum grunni því Brouwerij Artois, brugghús Sébastien Artois, var byggt á brugghúsinu Den Hoorn sem hafði starfað frá árinu 1366. Brugghefð hússins var því þegar orðin margra alda gömul þegar Sébastien tekur við taumunum árið 1717. Saga Stella Artois er því rúmlega 650 ára og sér hvergi fyrir endann á sigurgöngunni.