Ramon Roqueta

Vínhúsið er staðsett í Pla de Bages í Katalóníu á Spáni og var stofnað árið 1898 af Ramón Roqueta Torrentó. Roqueta fjölskyldan hefur þó tengst vínrækt á Bages svæðinu í margar aldir. Síðan 1898 hafa fjórir ættliðir helgað sér vínræktinni og vín framleiðslu. Hjá Ramon Roqueta er hefðin rík þegar kemur að bragði og staðbundnar þrúgur notaðar en þegar kemur að framleiðslu aðferðum er um nýjustu tækni og aðferðir að ræða. Þetta gefur þeim kost á að bjóða upp á breytt úrval vína allt frá því að vera vín sem hafa látin þroskast í yfir 20 ár og til vína sem endurspegla nýjustu tækni og aðferðir í vínheiminum almennt.