Muga 2018-04-17T12:55:06+00:00

Muga

Muga er vínhús í Rioja á Spáni sem löngum hefur haft óformleg tengsl við Ísland enda uppgötvuðu Íslendingar er stunduðu saltfiskviðskipti á Spáni snemma að þarna væri alvöru vín á ferðinni. Þriðja kynslóð Muga-fjölskyldunnar er nú við stjórnvölinn og framleiðslan er hefðbundin. Muga-vínin eru eikuð mjög. Öll Rioja-vín eru látin liggja á ámum um árabil en fæst vínhús gerja vínin jafnframt á eik. Það gerir Muga, þar er hvergi sjáltank að sjá. Vínhúsið smíðar meira að segja eikartunnurnar sínar sjálft úr við sem fluttur er inn frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Ekrurnar eru á svæðinu RIoja Alta og stíllinn klassískur, stundum svolítið Bordeaux-legur, enda rík söguleg tengsl við það hérað.