Lamothe Vincent 2018-04-17T15:16:15+00:00

Lamothe Vincent

Vínhúsið er staðsett milli ánna Garonne og Dordogne í Bordeaux í Frakklandi. Þetta er miðlungs stórt Château flokkað sem AOC Bordeaux (grunnflokkun) stofnað árið 1920. Hann hefur verið marg verðlaunaður af samtökum framleiðenda og sker sig aðeins úr hefðbundinni víngerð í Bordeaux með því að nota ameríska eik. Í leitinni að hágmarks gæðum er stöðugt verið að þróa aðferðir, bæði nýjar og gamlar og samsetningu þeirra. Hefur þróunin orðið meira í áttina að lífrænum aðferðum sem eiga rætur að rekja til fortíðar og kallast la lutte raisonnée.