Fortius

Víngerðin stendur í Los Arcos í Estella-sýslu, nánar tiltekið í Navarra-héraðinu sem er nyrst á Spáni og liggur að frönsku landamærunum. Þar er þetta framsækna fyrirtæki í skemmtilegri andstæðu við umhverfi sitt, en það má segja að starfsemin sé staðsett á hinni víðfrægu pílagrímaleið Camino de Santiago eða sjálfum Jakobsveginum, þar sem nafnlausir pílagrímar fara hjá allt árið um kring; þar sem ótal gamlar sagnir um óútskýrð kraftaverk lifa góðu lífi; þar sem Navarra-menn, Kastilíumenn og Frakkar börðust til forna; þar framleiðir Fortius hin öndvegisgóðu vín og skapar sínar eigin hefðir.

Víngerðin var vígð og tekin til notkunar árið 2001 og hefur skapað sér nafn fyrir einstaklega falleg húsakynni, og ekki síðri aðbúnað og innréttingar innandyra. Byggingin er alls um 13.000 fermetrar, þar af eru 3.600 sem hýsa tunnur þar sem vín er látið þroskast, og aðrir 2400 fyrir flöskur sem bíða heppinna kaupenda. Á hverjum tíma eru þar rúmlega 600.000 flöskur að bíða þess að þroskunin nái fullkomnun. Fortius varð til á Jakobsveginum mitt í Navarra og vínin – sem telja fjórar gerðir rauðvíns (Roble, Crianza, Reserva og Gran Reserva), þrjár gerðir af hvítvíni (Chardonnay og Viura) og loks rósavín.

  • Heimasíða Fortius