Fortius 2018-02-07T09:02:58+00:00

Fortius

Fortius kemur frá vínhúsinu Bodegas Valcarlos sem er staðsett í Navarra á Spáni. Navarra er næsta vínræktunarhérað við Rioja og er vegalengdin þar á milli ekki löng. Vínhúsið er í eigu Faustino Group sem er einn virtasti vínframleiðandi Spánar, þekktur fyrir gæða vín sín. Fortius vínin hafa slegið rækilega í gegn í Vínbúðum landsins þar á meðal Fortius Trempranillo og Fortius Crianza. Bæði vínin eru búin til úr þrúgunni Tempranillo og þau látin liggja á eik áður en vínið er tappað á flöskur. Fortius Tempranillo er 6 mánuði á eik og Fortius Crianza 9 mánuði. Þetta eru einstaklega ljúf og góð vín sem henta bæði ein og sér og með góðum mat.

  • Heimasíða Fortius