Domaine des Malandes 2018-04-17T15:08:07+00:00

Domaine Des Malandes

Vínhúsið er staðsett í Chablis í Frakklandi og var stofnað árið 1986 af hjónunum Lyne Marchive og Jean-Bernard Marchive. Megin markmið Domain des Malandes er að jarðvegurinn og einkenni hans fái að koma fram og njóta sín í víninu. Chablis er þeirra gæfu aðnjótandi að geyma hinn sérstaka jarðveg, svokallaðan Kimmerdgian sem gefur víninu steinefni og líflegt bragð. Fylgst er náið með uppvexti vínviðarins og honum stýrt til að ná fram hágmarks gæðum í vínræktinni. Markmið víngerðarmansins Jean-Bernard  er ekki að setja mark sitt á vínin heldur að gefa þeim færi á að styrkja sinn eiginn karkter. Vínin frá Domain des Malandes gera sérhverjum árgangi góð skil þegar kemur að ávexti og blómum. Eftir tvö til þrjú ár taka þau breytingum og þá má finna angan af hunangi og býflugnavaxi með smá keim af vanillu. Eftir fjögur til fimm ár má skýrar greina bragð af heslihnetum og skógarbotni en vínið er samt ávalt líflegt og ferskt.