Campillo

Bodegas Campillo er í eigu Faustino Group sem er einn virtasti vínframleiðandi Spánar, þekktur fyrir gæða vínin sín. Vínhúsið Campillo er fyrsta sinnar tegundar á Rioja á Spáni þar sem mikið var lagt í byggingarstíl vínhúsins sem þótti nýtt á þeim tíma að gera. Í Bodegas Campillo er vínviðurinn orðinn gamall sem gefur vínunum mikinn karakter. Rauðvínin eru flest búin til úr vínþrúgunni Tempranillo sem er látin liggja á amerískir og franskri eik aldrei minna en 20 mánuði í senn. Í dag geta íslendingar nálgast Campillo Reserva og Campillo Selecta Reserva, bæði afar fáguð og glæsileg vín fyrir sérstök tækifæri.

  • Heimasíða Campillo