Alsace Willm 2018-04-17T15:48:55+00:00

Alsace Willm

Vínhúsið er staðsett í Barr, í Alsace í norð-austur hluta Frakklands og var stofnað árið 1896 af Willm fjölskyldunni. Síðan þá hafa vínin þeirra orðið heimsþekkt fyrir að hafa gott jafnvægi, stíl og að vera fínleg. Þeir voru fyrstir frameiðenda í Alsace til að flytja vín til Bandaríkjanna eftir að bannárunum lauk þar og eru nú á meðal leiðandi útflytjanda í Alsace til Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu. Gott vín byggir fyrst of fremst á góðum þrúgum og hjá Alsace Willm eru þær allar handtíndar. Vandlega er hugað að öllum þáttum í vínræktinni og víngerðainni svo að til verði vín sem hafa klassískan stíl og eru lífleg en fínleg.