Abadal 2018-04-17T13:24:48+00:00

Abadal

Vínhúsið er staðsett í Pla de Bages í Kataloníu á Spáni og er í eigu Roqueta fjölskyldunnar. Þau eru ekki mörg svæðin þar sem skógur og vínekrur vaxa saman en í Pla de Bages og sérstaklega í kring um vínhúsið eru litlir víngarðar dreifðir inn á milli í skógivöxnu landsvæði. Þetta skapar loftslagsaðstæður þar sem andstæður ríkja sem gefa þrúgunum karakter og vínunum gæði. Ójafn jarðvegurinn og takmörkuð rigning gefa mögnuð rauðvín og einstök hvítvín. Vandlega eru valdar bestu þrúgurnar og vel hugað að þeim yfir árin og að lokum er notast við nýjustu aðferðir í vínræktinni. Notaðar eru staðbundnar þrúgur eins og picapoll í bland við alþjóðlegar þrúgur eins og cabernet sauvignon, tempranillo, merlot, syrah og cabernet franc í rauðu og chardonnay, sauvignon blanc og macabeo í hvítu.