Shackleton

Þegar sá vaski landkönnuður Sir Ernest Shackleton lagði í sinn víðfræga leiðangur á Suðurskautlandið árið 1907 bað hann um að meðal birgða væru 25 kassar af úrvals skosku viskíi til að auka þrek og bæta stemningu manna sinna þegar á þyrfti að halda. Árið 2007, heilli öld eftir að Shackleton fór sína frægðarför, fundust þrír af kössunum djúpt í ísnum undir búðum Shackletons.

Þeim var bjargað, viskíið látið þiðna og í framhaldinu fékk viskígerðarmeistarinn Richard Paterson það vandasama hlutverk að endurskapa hið 100 ára gamla viskí. Það gerði hann og útkoman er viskí sem búið er til í nafni og til heiðurs hinum mikla landkönnuði Sir Ernest Shackleton.

Shackleton Whisky er búið til úr bestu fáanlegu maltviskíium frá Hálöndum Skotlands. Yfir því svífur andi hins goðsagnakennda landkönnuðar; drykkur sem hæfir þeim sem hika ekki við að fara eigin leiðir, kanna nýjar slóðir og eru opnir fyrir ævintýrum.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Shackleton viskí er best borið fram – á ís.