Vínnes

Vínnes ehf. er vaxandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og markaðssetningu á áfengum drykkjarvörum. Við flytjum inn og seljum léttvín frá öllum helstu vínræktunarsvæðum heims. Við leggjum mikið upp úr því að vera með fjölbreytt úrval léttvína og að bjóða upp á gæða vín í öllum verðflokkum.

Vínnes ehf. er með umboð frá stærsta bjórframleiðanda í heimi Anheuser Bush-Inbev. Þeir framleiða m.a. bjórinn Stella Artois, Leffe og Hoegaarden sem kemur frá Belgíu, Beck’s, Franziskaner og Lövenbräu frá Þýskalandi og Budweiser frá Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtækið hefur einnig umboð fyrir heimsþekktum vörumerkjum í sterku áfengi sem eru landsmönnum að góðu kunn. Ber þá helst að nefna, The Famous Grouse, The Macallan, Highland Park, Laphroiag, Jim Beam, Remy Martin, Cointreau, Passoa, Russian Standard, Stroh, Gammel Dansk ásamt mörgum öðrum vörumerkjum.

Starfsfólk Vínnes leggur höfuðáherslu á þjónustulipurð, góð persónuleg samskipti við viðskiptavini og nákvæma afgreiðslu pantana á réttum tíma. Hjá Vínnes starfar öflug liðsheild sem er staðráðin í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi.

Við hvetjum þig til að vera í sambandi við sölu – og þjónustuver okkar í síma 5803800.

Vínnes ehf.

  • Skútuvogur 1F, 104 Reykjavík
  • Sími: 5803800
  • Fax: 5803801
  • Netfang: info@vinnes.is
  • kt. 420178-0349

 

Fylgstu með okkur á Facebook!

Víno á Facebook