Château Haut Breton Larigaudière

Château Haut Breton Larigaudière er staðsett í Margaux-hluta Bordeaux-héraðs, því goðsagnakennda víngerðarsvæði. Vínekrur Larigaudière eru staðsettar á tveimur stöðum á svæðinu, og aðstæður þessara tveggja staða vega hvorn annan upp og bæta: annars vegar í Arsac þar sem djúpur og söndugur malarjarðvegur gefur af sér undurfín og fáguð vín, og hins vegar í Soussans þar sem leirkenndur jarðvegur ljær víninu hárrétt tannín svo fullkomnu jafnvægi er náð.

Cabernet Sauvignon er sú þrúga sem mest er notuð hjá Larigaudière, um 70%, en Merlot kemur líka við sögu sem nemur um 25% og loks skipa þrúgan Petit Verdot um 5% og sér til þess að endanleg samsetning vínsins er hæfilega margslungin og aðgengileg. Markmiðið hjá Larigaudière er sannarlega háleitt, að þá möguleika sem hið margfræga Médoc-svæði býr yfir, með tilliti til landfræðilegrar staðsetningar, jarðvegs og loftslags.

Fyrir áhugasama má geta þess að boðið er upp á heimsóknir til Château Haut Breton Larigaudière til að sjá, upplifa og síðast en ekki síst bragða á töfrum sannra Médoc-vína frá Bordeaux.