Budweiser

Budweiser er ekki bara frægasti bjór Bandaríkjanna, heldur er framleiðandinn, drykkjarvörusamsteypan Anheuser-Busch, einn sá frægasti í heimi.

Fyrirtækið heitir eftir tveimur herramönnum, þeim Eberhard Anheuser og Adolphus Busch, sem komu til Bandaríkjanna frá Þýskalandi um miðja 19.öld.

Þeir settu rekstur sinn á stofn í borginni St. Louis enda var einn stærsti hluti borgarbúa þýskir innflytjendur. Bjórneysla og bjóreftirspurn var því ekki vandamál en samkeppnin aftur á móti gríðarlega hörð. Það var aftur á móti framsýni og nýsköpun skóp þeim félögum fljótlega ákveðið forskot. Bandaríkjamenn drukku mestanpartinn dökkt öl á þessum tíma og þeir Anheuser og Busch ákváðu að bjóða upp á ljósan, auðdrekkanlegan og svalandi lager-bjór enda sumrin verulega heit í St. Louis. Til að auka geymslutíma og auðvelda flutning á bjórnum ákváðu þeir að gerilsneyða bjórinn – áður en mjólk var almennt gerilsneydd í Bandaríkjunum. Fyrr en varði var Budweiser orðinn vinsælasti bjór Bandaríkjanna og útbreiðsla um heim allan fylgdi í kjölfarið enda bjórinn fjölhæfur og þægilegur, með vínandastyrk upp á 4,5%.

Brugghúsin eru orðin alls sex í Bandaríkjunum og þar á meðal hið upprunalega í St. Louis, þar sem boðið hefur verið upp á heimsóknir allt frá því á dögum þeirra Anheuser og Busch.