Barrymore Vínin

Samstarf Barrymore Wines og Carmel Road sameinar tvö fjölskyldurekin fyrirtæki með djúpar rætur i Kaliforníu. Carmel Road sérhæfir sig í afgerandi vínum með einstaka eiginleika og þetta kemur skýrt fram í Pinot Grigio frá Barrymore. Þetta ferska og líflega vín er afrakstur samstarfs þeirra Drew Barrymore og vínframleiðandans Kris Kato hjá Carmel Road.

Innblásturinn

Þegar vín eru annars vegar skiptir ferðalagið öllu máli. Aðdráttaraflið í vínmenningunni felst í því að uppgötva ný vín, ný héruð og nýja árganga, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Áhugi á þessu ferðalagi og tækifærinu til að skapa eitthvað nýtt til að deila með fjölskyldu sinni og vinum fékk Drew Barrymore til að kynna sér heim víngerðarlistarinnar. Barrymore er hrifin af vínum með skörpum ávaxtakeim og hún bjó til vín sem hentar fullkomlega til að deila með öðrum og skapa minningar við matarborðið.